Skógræktin byrjaði með skjólbeltarækt 1983 í samvinnu við skógrækt ríkisins og skógræktarátaki Búnaðarsambands Suðurlands, þá var sett skjólbelti meðfram Upptúninu.  Í þetta skjólbelti var sett grænn alaskavíðir sem lukkaðist ekki þar sem hann kól, ári seinna var sett áframhald af skjólbelti við Upptúnið en í þetta sinn var settur brúnn alaskavíðir sem plummaði sig mög vel.

1990 Fengum við Birkiplöntur hjá Skógræktarfélagi Hrunamanna og gróðursettum hér fyrir ofan tún, þær komu ágætlega út þoldu vel að vera hér í þessari hæð og líta vel út.

 

Við gerðu síðan samning um skógrækt á 50 hektara svæði við Suðurlandsskóga þegar það verkefni fór á stað.

Við gróðursettum lerki fyrst til að byrja með, því miður gekk það ekki eins og skildi þannig að það var skipt yfir í birki, furu og greni, tegundir sem henta mun betur hér um slóðir.

Sprettan er mjög hæg þar sem við erum í mikilli hæð yfir sjávarmáli en einhvern tíman verður fallegur skógur á Fossi.